Pottaplöntuáskrift
Í pottaplöntuklúbb Blómstru færðu allt sem þú þarft til þess að gera heimilið þitt grænt og lifandi. Í klúbbnum færðu mánaðarlegar sendingar beint heim að dyrum, plöntu annan hvern mánuð og öll tól og búnað sem þarf hinn mánuðinn. Við segjum þér hvenær þú átt að umpotta plöntur sem þú hefur áður fengið sendar og til þess færðu öll verkfæri, mold, áburð og potta. Moldin kemur að sjálfsögðu hönnuð fyrir hverja og eina plöntu þar sem plönturnar þrífast margar við mismunandi aðstæður.
Við erum sérlega stolt af blómapottalínunni okkar sem er sérhönnuð af Blómstru. Pottarnir eru fallegir og stílhreinir með mikilvægri drenskál. Þessir pottar fylgja að sjálfsögðu með plöntum í pottaplöntuklúbbnum.
Fróðleiksmolar fylgja öllum sendingum, svo þú vitir hvað plönturnar þurfa til þess að dafna sem best hjá þér. Vökvunaráminningar koma einnig til þín svo að plönturnar endi ekki skraufaþurrar úti í glugga.