Blómstra | Blómaáskrift

Spurt & Svarað

Blómstra er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gæða heimili lífi með fallegum blómvöndum. Við bjóðum upp á áskriftarþjónustu á blómvöndum þar sem þú getur valið um vikulega, hálfsmánaðarlega og mánaðarlega áskrift. Einnig seljum við staka vendi sem geta komið sér vel einstaka sinnum. Við munum ávallt bjóða upp á ferskustu blóm sem völ er á og fjölbreyttar samsetningar í áskriftarvöndum okkar. Til þess að tryggja gæði blómanna tökum við blómin út úr kæli og útbúum vöndinn sama dag og við afhendum þér blómvöndin. Þetta tryggir lengri líftíma en á þeim blómvöndum sem þú kaupir úti í búð.

Í hverri viku búum við til nýjan vönd sem endurspeglar árstíðirnar og leggjum áherslu á fjölbreytni og fallegan stíl. Hver blómvöndur verður því algjörlega einstakur.

Ef þú vilt segja áskriftinni þinni upp sendir þú tölvupóst á hallo@blomstra.is og við kippum því í liðinn.
Ef þú kýst að ljúka áskrift en búið er að gjaldfæra kortið þitt er útistandandi vöndur alltaf sendur til þín og áskrift telst þá lokið. Kortið er ekki rukkað ef áskrift er hætt áður en gjaldfærsla á sér stað.
Sem stendur er aðeins boðið upp á blómaþjónustu Blómstru á höfuðborgarsvæðinu.
Núverandi afhendingartími á vöndunum er á fimmtudögum eftir kl. 16:00. Þú þarft alls ekki að binda þig að vera heima til þess að taka á móti vendinum. Þú getur til dæmis skilið eftir athugasemd þegar þú skráir þig í áskrift um hvar við megum skilja vöndinn eftir (t.d. bakvið hús, inni á stigagangi, o.s.frv). Vendirnir þola vel að standa í allt að 8 tíma. Ef vöndur hefur beðið í einhvern tíma án vatns þarf að skera neðan af blómunum rétt áður en þau eru sett í vatn. Nú, ef þú ert óánægð/ur með gæði blómanna þá hefurðu einfaldlega samband við okkur og við leysum úr málunum :)

Við getum einnig komið með blómvöndinn til þín á vinnustað ef það hentar þér betur. Þá pössum við upp á að koma með vöndinn á hefðbundnum vinnutíma.
Já, þú getur keypt gjafabréf fyrir öllum vörunum okkar. Þegar þú pantar gjafabréfið ertu beðin/n um að velja hversu ört á að senda vönd til viðtakanda gjafabréfs (mánaðarlega, á tveggja vikna fresti eða vikulega) og hversu lengi áskriftin á að endast. Þú ert svo rukkuð/rukkaður fyrir allri gjafabréfsupphæðinni þegar gjafabréf er keypt. Þú getur einnig keypt gjafabréf fyrir stökum vendi.

Gjafabréfin eru send á rafrænu formi til greiðanda gjafabréfs.
Til þess að breyta um kreditkort sem er skráð á áskriftina þína hefur þú samband við hallo@blomstra.is og við kippum því í liðinn.

Karfan þín