Blómstra | Blómaáskrift

Blómabrellur

Áður en blómin eru sett í vasa

Ef vöndurinn hefur staðið án vatns í meira en 30 mínútur er nauðsynlegt að skera neðan af stilkunum með beittum hníf eða skærum undir um það bil 45 gráðu horni. Skera þarf allavega 3cm neðan af stilknum. Þó að vöndurinn hafi ekki staðið án vatns er í raun alltaf gott að skera neðan af stilkum til að auka upptöku vatns þegar þeir eru settir í vasa.

Þegar réttur vasi er valinn er gott að hafa það í huga að helmingur af lengd stilksins ætti að vera í vasanum. Sem dæmi, ef blómin eru 50cm á hæð ætti vasinn að vera um það bil 25cm. Einhverjir sentimetrar til eða frá skipta ekki öllu máli. Gott er að fylla um það bil 75% af vasanum af volgu vatni.

Fjarlægðu öll laufblöð af stilkinum sem eru undir vatnsyfirborðinu. Þetta er gert vegna þess að laufblöðin geta rotnað og mengað vatnið. Með því að fjarlægja blöðin haldast blómin fersk enn lengur. Staðsetning blómanna getur hjálpað til við að halda þeim ferskum. Ráðlagt er að halda blómum í vasa í burtu frá ávaxtaskálum, beinu sólarljósi og miklum þurrki svo sem við hliðina á viftum eða einhverju þess háttar.

Umhirða eftir að blómin eru komin í vasa

Endurnýjaðu vatnið daglega. Blómin kjósa volgt vatn og endurnýjunin kemur í veg fyrir það að blómin neiti að sjúga í sig vatn vegna baktería sem myndast geta í vatninu ef það stendur of lengi óhreyft. Til að lengja líftíma blómanna er gott að skera á stilkinn undir 45 gráðu horni annan hvern dag um leið og skipt er um vatn.

Ef blómvöndur vikunnar krefst sérstakrar umhirðu, annarrar en að ofan greinir, munu sérstakar leiðbeiningar þess efnis fylgja með vendinum.

Karfan þín